2. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 153. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 14. nóvember 2022 kl. 11:32


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:32
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:32
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 11:32
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 11:32
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:32

Kristrún Frostadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Axel Viðar Egilsson

Bókað:

1) Frásögn af fundum forsætisnefndar Kl. 11:32
Formaður greindi frá fundum forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins í Reykjavík 12. október sl. og í Helsinki 2. nóvember sl.

2) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Þórshöfn 2023 Kl. 11:42
Formaður tilkynnti um væntanlega frestun þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins til 6.-10. febrúar sökum þess að Lögþing Færeyja þarf að skipa nýja landsdeild Vestnorræna ráðsins að afloknum kosningum þar í landi í desember nk.

3) Önnur mál Kl. 11:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05